Skýr og notendavæn uppsetning tryggir betri upplifun

Vel skipulagt vef- og vörutré gerir vefsíðuna þína aðgengilegri og auðveldar notendum að finna það sem þeir leita að.

Margir stóla á leitarniðurstöður en aðrir vilja einnig eiga möguleika á að finna efnið og vörurnar gegnum valmynd og leiðakerfi.

Hvað geri ég?

Ég aðstoða við að skipuleggja og setja upp veftré og vörutré þannig að upplifun notenda sé sem best. Þetta getur verið einföld innsetning fyrirfram ákveðins veftrés eða ítarleg greining, vinnustofur og notendaprófanir. Umfang fer eftir þínum þörfum og óskum.

Tölum saman

Þjónusta

  • Setja upp veftré á nýjum vef

    Því getur fylgt mikil handavinna að setja upp veftré á nýjum vef, sem getur tekið tíma frá annarri vinnu. Ég get aðstoðað við slíkt tímabundið verk svo þú eða þitt starfsfólk geti einbeitt sér að sinni vinnu.

  • Greiningarvinna og tillaga að nýju vef- og vörutré

    Núverandi leiðakerfi yfirfarið og metið hvað má bæta. Ég framkvæmi greiningar á gögnum, heyri í starfsfólki og tek vinnustofur og/eða notendaprófanir til að skilja þarfir notenda og viðskiptavina. Ég skila tillögu að uppsetningu og uppsetning kláruð sé óskað eftir því. Möppun á milli gamla og nýja leiðakerfis til þess að tryggja að leitarniðurstöður í leitarvélum hrapi ekki niður.

  • ..og ýmislegt fleira

    Komdu með hugmynd að verki og sjáum hvernig ég get aðstoðað þig.

Reynsla

Ég hef reynslu af uppsetningu á vörutré frá vinnu sem vefstjóri hjá BYKO. Þar hef ég bæði reynslu af því að sjá um greiningarvinnu og uppsetningu sem og þiggja þjónustu frá þriðja aðila sem sá um greiningu og notendaprófanir fyrir fyrirtækið. Einnig hef ég reynslu frá vinnu sem verkefnastjóri veflausna hjá Veritas þar sem ég kom m.a. að uppsetningu að nýju vef- og vörutré hjá Stoð.

Bóka mig í verkefni