Hver er Lauga
Ég er tölvunarfræðingur að mennt með margra ára reynslu af vefstjórn, þjónustu og verkefnastjón. Samhliða fjarnámi vinn ég sjálfstætt að vefverkefnum með fyrirtækjum og einstaklingum sem vantar faglega aðstoð. Þetta getur verið í formi stuttra afmarkaðra verkefna svosem að setja inn vefefni inn á nýjan vef, færa vefefni af eldri vef yfir á nýjan, setja inn vörugögn eða setja upp lítinn vef. Einnig má gera samninga um langtímaverkefni sem tengjast viðhaldi á efni eða vörugögnum.
Í júní 2025 fluttist ég til Noregs og starfa að öllu leyti gegnum netið. Fjarnám og fjarvinna gera mig sveigjanlega í samstarfi. Ég vinn hratt, skipulega og legg áherslu á skýr samskipti og skilvirka ferla.
Ásamt tæknilegri færni hef ég sterkan grunn í myndlist og skapandi vinnu, og er mikill fagurkeri með auga fyrir fallegum og faglega uppsettum vefum og vefefni.
Sem stendur starfa ég á eigin kennitölu frá Íslandi.
Reynsla
-
2024 - núverandi starf
Uppsetning á www.laugaart.com
Uppsetning á www.gamvikseafood.no
Uppsetning á www.lauga.is
Uppsetning á www.tivo.is
Uppsetning á www.beomni.is
-
Heilaþoka 2024 - Tvær myndlistasýningar ásamt syni mínum
- 15.-18. ágúst - Litla gallerý Hafnarfirði
- Menningarnótt - JCI húsið Reykjavík -
September 2024 - júní 2025
Umsjón á vefum Veritas og dótturfélaga (Veritas + 5 dótturfélög)
Tók við verkefnastjórn Velvera.is sem opnaði í apríl 2025.
Tók við innleiðingu á inRiver PIM kerfi.
Verkefnastýrði vinnu við nýjan vef Stod.is sem opnaði í júní 2025.
Uppsetning á www.safnspil.is
-
Vefstjóri - apríl 2016 - maí 2022
Verkefnastjórn og viðhald á vef og vefverslun BYKO www.byko.is
Uppsetning á undirsíðum og tengja markaðsátök inn á vef
Umsjón samfélagsmiðla og á markpósti
Innleiðing á inRiver PIM vöruupplýsingakerfi
Innsetning vefefnis og vörugagna
Fjölbreytt og viðamikil verkefni á markaðssviði
Vefteymi - maí 2022 - júní 2024
Innsetning og viðhald vörugagna í PIM vöruupplýsingakerfi fyrir vefverslun.
Samskipti við vöruflokkastjóra, aðrar deildir og birgja til þess að tryggja gæði upplýsinga.
-
2013 - 2016
Verkefnastýrði þjónustuteymi sem sinnti fyrstu þjónustu og minni verkefnum við veflausnir
Leiðbeindi nýjum viðskiptavinum á Eplica vefumsjónarkerfið
Framkvæmdi prófanir á veflausnum
Ýmis innri þjónusta.