Um Laugu
Ég er tölvunarfræðingur að mennt með fjölbreytta reynslu af forritun, vefstjórn, þjónustu, verkefnastjórnun og vefvinnu. Ásamt tæknilegri færni hef ég sterkan grunn í myndlist og skapandi vinnu, og er mikill fagurkeri með auga fyrir fallegum og faglega uppsettum vefum og vefefni.
Ég nýt þess að starfa á mörkum tækni og sköpunar, þar sem þessir tveir heimar mætast. Ég vinn að því að byggja upp myndlistar- og handverksferil en tek að mér skemmtileg vefverkefni samhliða því. Sérstaklega hef ég gaman af að setja upp nýja vefi og vinna að endurbótum eldri vefja, með áherslu á góða uppbyggingu og notendavæna upplifun.
Í júní 2025 fluttist ég til Noregs og starfa alfarið í gegnum netið. Ég legg áherslu á skýra og skilvirka samskiptaferla með reglulegum netfundum og greinargóðum skýrslum um framvindu verkefna.
Sem stendur starfa ég á eigin kennitölu frá Íslandi.
Reynsla
-
2024 - núverandi starf
Uppsetning á www.laugaart.com
Uppsetning á www.gamvikseafood.no
Uppsetning á www.lauga.is
Uppsetning á www.tivo.is
Uppsetning á www.beomni.is
-
Heilaþoka 2024 - Tvær myndlistasýningar ásamt syni mínum
- 15.-18. ágúst - Litla gallerý Hafnarfirði
- Menningarnótt - JCI húsið Reykjavík -
September 2024 - júní 2025
Umsjón á vefum Veritas og dótturfélaga (Veritas + 5 dótturfélög)
Tók við verkefnastjórn Velvera.is sem opnaði í apríl 2025.
Tók við innleiðingu á inRiver PIM kerfi.
Verkefnastýrði vinnu við nýjan vef Stod.is sem opnaði í júní 2025.
Uppsetning á www.safnspil.is
-
Vefstjóri - apríl 2016 - maí 2022
Verkefnastjórn og viðhald á vef og vefverslun BYKO www.byko.is
Uppsetning á undirsíðum og tengja markaðsátök inn á vef
Umsjón samfélagsmiðla og á markpósti
Innleiðing á inRiver PIM vöruupplýsingakerfi
Innsetning vefefnis og vörugagna
Fjölbreytt og viðamikil verkefni á markaðssviði
Vefteymi - maí 2022 - júní 2024
Innsetning og viðhald vörugagna í PIM vöruupplýsingakerfi fyrir vefverslun.
Samskipti við vöruflokkastjóra, aðrar deildir og birgja til þess að tryggja gæði upplýsinga.
-
2013 - 2016
Verkefnastýrði þjónustuteymi sem sinnti fyrstu þjónustu og minni verkefnum við veflausnir
Leiðbeindi nýjum viðskiptavinum á Eplica vefumsjónarkerfið
Framkvæmdi prófanir á veflausnum
Ýmis innri þjónusta.