Góðar vöruupplýsingar fær fólk til að versla
Ef fólk fær allar upplýsingarnar á þínum vef, þá þarf það ekki að leita annað.
Góðar vöruupplýsingar skipta gríðarlega miklu máli til þess að fá fólk til að smella á kaupa hnappinn í þinni verslun.
Hvað geri ég?
Ég aðstoða við að setja vörugögn inn á vefinn eða PIM kerfið þitt.
Ég þarf að vera í góðu sambandi við vörustjóra eða þá aðila sem þekkja vörurnar best, fá upplýsingar um hvar ég get nálgast vöruupplýsingar og vörumyndabanka. Ég passa upp á að textinn tali sama tungumáli og sú ímynd sem þitt fyrirtæki hefur og innihalda nauðsynlegar upplýsingar svo þinn kúnni þurfi ekki að leita annað.
Það fer eftir eðli vara hvernig vörugögnum er þörf á og er allt unnið í samráði við þig og þína vörustjóra. Ég þarf tímabundinn aðgang að þínum kerfum og þeim gagnabönkum sem nauðsynlegir eru til að skila góðu verki.
Þjónusta
-
Létta undir með þínu fólki
Stundum vantar bara fleiri hendur til þess að setja inn vörugögnin. Það geta komið upp vinnutarnir, t.d. ef mikið af nýjum vörum voru að koma, þú varst að taka upp nýtt vörumerki eða vantar að leysa af starfsmann í fríi.
Ég get komið inn í teymið ykkar og létt undir.
-
Færa vörugögn milli kerfa
Stundum þegar verið er að færa sig til á milli kerfa er ekki hægt að keyra allt yfir og þarf hreinlega að fara í handavinnu við að færa efnið á milli.
Ég get létt undir með þínu fólki eða gert það fyrir ykkur svo þitt fólk geti fókusað á sín daglegu störf.
-
inRiver PIM
Ég hef þekkingu á inRiver PIM kerfinu og get veitt ráðgjöf varðandi notkun og uppsetningu á kerfinu og gagnauppsetningu, leiðbeiningar við vinnu í kerfinu og yfirfarið núverandi notkun á kerfinu.
Ath ég er ekki þjónustuaðili sem sér um uppsetningu og tengingar milli kerfa heldur á þetta eingöngu við aðstoð við gagnavinnu og leiðbeiningar.
Reynsla
Ég hef mikla reynslu af því að vinna með vörugögn. Hjá BYKO inleiddi ég inRiver PIM vöruupplýsingakerfið sem heldur utan um öll vörugögn. Ég tók mikinn þátt í að setja inn vörugögn fyrir fjölda vara. Hjá Veritas samstæðunni tók ég við inRiver PIM vörukerfi og hélt áfram þróun á kerfinu fyrir vefverslunina Velvera. Þar leiðbeindi ég vörustjórum á kerfið. Einnig aðstoðaði ég við uppsetningu á vörutré og vörugögnum fyrir nýjan vef STOÐ í Umbraco kerfinu.